Tilkynning

Birti hérna brot úr skemmtilegri grein:



Mánudagur 19. febrúar 2007
50. tbl. 11. árg.


"Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. ætlar með nokkrum félögum sínum, þar með töldum nokkrum japönskum hvalveiðimönnum, að bregða sér til Lundúna eina helgi núna á næstunni og gera sér glaðan dag. Dagskrá þeirra er óðum að fyllast, en þeir ætla meðal annars að sjá rugbyleik, líta á vaxmyndasafn og reyna að ná mynd af vaktaskiptum varðanna við Buckinghamhöll. Þessi áform hafa hins vegar vakið ólgu í Bretlandi. Hið konunglega breska spákvennafélag hefur sent frá sér ályktun, Arthur Scargill hefur hótað að loka yfirgefinni kolanámu í mótmælaskyni og Ken Livingstone borgarstjóri Lundúna hefur beðið Scotland Yard um að kanna sérstaklega hvort Kristján og félagar geti ekki verið viðriðnir verslun með fílabein og hvort ekki sé hægt að hafa það sem átyllu fyrir því að hleypa þeim ekki til landsins. Breska lögreglan er þegar farin að athuga málið. "
- Fréttaskeyti, rétt ósent frá Reuters.

Ef frétt eins og þessi bærist frá Bretlandi þá myndu menn halda að Bretar væru gengnir af vitinu. Og er þetta þó ekki svo langt frá því sem heyra má í íslenskum fjölmiðlum vegna væntanlegrar ferðar nokkurra framleiðenda og leikenda erótískra kvikmynda hingað til lands. Þau félög sem búast mátti við eru búin að álykta og borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að biðja lögregluna um að athuga hvort ferðalangarnir tengist barnaklámi. Lögreglan í Reykjavík er herská í viðtölum og ætlar að fylgjast vel með því hvort komumenn brjóta af sér.

Hvernig er það, hvaða íslensk lög hafa væntanlegir gestir brotið? Eða gert sig líklega til að brjóta hér? Það má vel vera að í heimalandi sínu framleiði þetta fólk og dreifi einhverju því efni sem íslenskir dómstólar myndu kalla klám, en það skiptir engu máli. Íslensk lög banna ekki erlendum ríkisborgurum að dreifa klámi í Hollandi eða hvar annars staðar utan íslenskrar lögsögu sem þetta fólk mun starfa. Ætlar lögreglan að elta fólkið á röndum til að komast að því hvort það fari út í móa og taki upp klámmynd?

Menn mega ekki láta það rugla sig í ríminu þó í heimalandi sínu geri þetta fólk eitt og annað sem bannað er hér. Hvað með íslenska konu sem gengst hér með löglegum hætti undir fóstureyðingu; hvað myndu menn segja ef hún færi til kaþólsks lands og yrði þar meðhöndluð sem glæpamaður? Eða ef íslenskir læknar, sem framkvæmdu slíkar aðgerðir, fengju ekki að sækja heim þau lönd sem banna þær? Ætli ekki yrði eitthvað sagt um brjálað fólk sem vildi troða sínu gildismati upp á aðra og svo látin nokkur orð falla um nauðsyn umburðarlyndis.

Og einhver fyrirbrigði hafa sagt að koma þessa fólks hingað til lands spilli ímynd Íslands! Þeir sem svo hafa talað, hvaða „ímynd" telja þeir þá að heimaland þessa fólks hafi? Væntanlega telja þessir menn allir að til dæmis Danmörk sé sorastaður sem enginn heiðvirður maður geti sótt heim - það er víst hrikaleg klámbúlla á Strikinu.

Og hvað ef í för með hinum hollensku kvikmyndaframleiðendum verða hollenskir kaffihúsaeigendur sem selja gestum sínum ýmis efni sem harðbönnuð eru hér á landi? Væntanlega yrði lögreglan jafn vel á verði og myndi elta þá á röndum, eða hvað? Þeir gætu farið að selja dóp um leið og litið yrði af þeim. Og áhrifin á ímynd Íslands, maður lifandi.


PS: svo óska ég hér með eftir femínista og steratrölli til þess að dansa hvort um sig í einkasamkvæmi.  Takk fyrir


mbl.is Stígamót segja þjóðina hafa staðið saman og hafnað kláminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú ekki betur en að m.a. íslenskum listamönnum hafi verið neitað um sýningar erlendis vegna þess að Íslendingar veiða hvali... þannig að þessi tilbúna frétt er alls ekki langsótt.

Hildur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:33

2 Smámynd: Anna

Þetta er frábær samlíking hjá þér, flottur pistill!

Anna, 23.2.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband